
Hver er Sólveig?
Ég heiti Sólveig María Svavarsdóttir
​
Ég er með b.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands
Er með hóptímakennararéttindi frá Fusion fitness academy
Hef sótt mörg námskeið um nútvitund og heilsutengd málefni
Er fyrrverandi stjórnarmeðlimur Hæglætissamtaka Íslands
​Ég á fjögur börn og hef heimakennt tveimur barna minna síðastliðin ár
​Ég hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur uppeldi og kennslu barna
​Ég held úti Instagram síðunni @homeschooling.in.iceland
​
Lífið er einstakt en það getur líka verið krefjandi. Við þurfum að standast kröfur úr öllum áttum og halda mörgum boltum á lofti. Við lendum í áföllum og hlutirnar fara ekki alltaf eins og við viljum. Stundum getum við ekki meira.
Fyrir nokkrum árum skall ég harkalega niður á jörðina og þurfti að vinna mig upp aftur. Það tók tíma og vinnan stendur enn yfir en ferlið hefur verið mjög lærdómsríkt. Ég breytti áherslum og breyttist um leið sjálf.
​
Nú langar mig að hjálpa öðrum sem glíma við streitu, þreytu, verki og skert lífsgæði. Miðla þeim leiðum og aðferðum sem hafa hjálpað mér. Það er engin skyndilausn í boði heldur snýst þetta um að breyta hlutum í lífi sínu til góðs. Ná betri stjórn á eigin lífi og taka eitt skref í einu í meðvitund.
Ég skrifa reglulega pistla og hvet þig til að lesa þá því kannski geta þeir reynst þér hjálplegir.
Ég mun bjóða upp á tvenns konar örnámskeið.
Hæglæti í uppeldi
Hvernig get ég lifað hægara og innihaldsríkara lífi? Þú finnur meira um örnámskeiðin inn í viðburðir.
​
Í mars mun ég bjóða upp á námskeið fyrir konur sem ber heitið Meðvituð hreyfing. Lestu meira um námskeiðið inn í viðburðir.
​
Mundu að þessi dagur er sá dagur sem skiptir öllu máli. Ást og kærleikur til þín.
​

