Meðvituð hreyfing
Námskeið fyrir konur sem vilja bæta heilsu sína á rólegan og meðvitaðan hátt.
Service Description
Langar þig að hreyfa þig á meðvitað á rólegan hátt og líða betur í eigin líkama? Þetta námskeið hentar þeim konum sérstaklega vel sem glíma við streitu, þreytu, vefjagigt, orkuleysi, króníska verki, einkenni breytingarskeiðs og/eða kulnun. Hver tími er 75 mínútur og samanstendur hann af stuttum fyrirlestri, rólegri hreyfingu og endurnærandi slökun í lokin. Sólveig hefur sjálf glímt við heilsbrest og streitu í lífi sínu og hefur sett þetta námskeð saman úr því sem hefur reynst henni best í átt að bættari lífsgæðum. Unnið verður með styktaræfingar í bland við teygjur og liðleikaæfingar. Hver og einn vinnur á sínum hraða og mikilvægt er að hlusta alltaf á eigin líkama. Hér snúast engin markmið um það að passa í fötin sín heldur er aðal markmiðið að líða vel í eigin líkama. Það að öðlast aukin styrk og teygja og liðka líkamnn vinnur gegn verkjum og stirðleika í líkamanum. Það er ekkert um hopp eða mikla ákefð. Í lok tímanna er svo leidd hugleiðsla eða slökun. Námskeiðið er kennt á ...og haldið... Ef þú hefur einhverjar nánari fyrirspurninir um námskeiðið endilega hafðu þá samband.