Hægt uppeldi
Fyrirlestur um hæglæti í uppeldi, núvitund og mikilvægi hvers einasta dags.
Service Description
Flest vitum við að tíminn og mánuðirnir eiga það til að þjóta áfram á ógnarhraða. Í daglegu lífi mæðir mikið á foreldrum og börnum og verkefnin eru mörg. Það er auðvelt að sogast inn í hraða. En það er mikilvægt að muna að hver stund í uppeldi barna okkar skiptir miklu máli. Foreldrar þurfa að gæta að jafnvægi milli hraða og rólegheita í daglegi lífi. -Er þétt dagskrá hjá okkur alla daga eða gefum við okkur og börnum okkar tíma til rólegra stunda inn á milli? -Erum við að staldra við og grípa verðmætu augnablik hversdagsins? -Erum við á staðnum með börnum okkar þegar við erum með þeim er hugur okkar fjarverandi? -Þarf alltaf að vera dagskrá og húllum hæ? -Hvernig næ ég betri stjórn á hraðanum í eigin lífi? Sólveig deilir reynslu sinni af hæglætisnálgun í uppeldi og eigin lífi. Þessi fyrirlestur tekur um 1,5 tíma og hentar vel sem fyrirlestur á vegum foreldrafélaga- í leik og grunnskólum sem og á foreldramorgnum eða í hvers konar foreldrahópum. Hafið samband á solvsvav@gmail.com fyrir frekari upplýsingar
Contact Details
solvsvav@gmail.com